Fótbolti

Lagerbäck hefur líka tapað öllum leikjunum á móti Króatíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerback.
Lars Lagerback. Mynd/Stefán
Lars Lagerback, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, þekkir það ekki frekar en íslenska karlalandsliðið að fagna sigri á móti Króatíu. Svíar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á móti Króötum þann tíma sem Lagerback þjálfaði sænska landsliðið.

Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum á móti Króatíu en fjórir af þessum fimm tapleikjum Íslands og Lars Lagerback á móti Krótaíu komu þegar Ísland, Svíþjóð og Króatía voru saman í riðli í undankeppni HM 2006.

Darijo Srna, fyrirliði króatíska landsliðsins í dag, skoraði eina markið í seinni hálfleik í báðum leikjum Króata og Svía í undankeppni HM 2006. Króatar unnu riðilinn og tryggðu sér sæti á HM í Þýskalandi 2006 en það er einmitt síðasta heimsmeistarakeppni Króata.

Svíar mættu Króötum einnig í vináttulandsleik tveimur árum fyrr en Króatía vann þá 2-1 sigur eftir að staðan var 1-1 í hálfleik. Boris Zivkovic skoraði þá sigurmarkið en Ivica Olic og Zlatan Ibrahimovic skoruðu sitthvort markið í fyrri hálfleiknum.

Ísland og Lars Lagerback hafa þar með tapað fimm af fimm leikjum sínum á móti Krótaíu og markatalan er 2-11 þeim í óhag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×