Fótbolti

Best fyrir Króatíu - verst fyrir Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
„Ísland er besti kosturinn í boði fyrir Króatíu," segir Króatinn Hrvoje Kralj sem er búsettur á Íslandi. Jón Júlíus Karlsson heimsótti hann og landa hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Hrvoje Kralj býr í Álfheimunum í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Mikil ánægja ríkir í Króatíu með að fá Ísland sem mótherja í umspilinu um laust sæti á HM í Brasilíu næsta sumar.

„Það er gaman að fá Ísland og gaman að spila aftur á móti Íslandi. Við vonum bara að það verði sömu úrslit og síðast," sagði Hrvoje Kralj og vísaði þá til þess þegar Króatar unnu tvo sigra á Íslandi í undankeppni HM 2006.

„Ísland var besti kosturinn fyrir okkur í Króatíu og Króatía var versti kosturinn fyrir ykkur Íslendinga," sagði Hrvoje Kralj og hló. Hann segir að margir landar hans hafi haft samband við sig um að redda sér gistingu sem og miðum á leikinn.

Það er hægt að sjá allt innslagið frá Jóni Júlíusi með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×