Sport

Ætlar að spreyta sig á 400 metra grindahlaupi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ashton Eaton.
Ashton Eaton. Nordicphotos/Getty
Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton, Ólympíu- og heimsmeistari í tugþraut, ætlar að leggja áherslu á keppni í 400 metra grindahlaupi á næsta ári.

Hvorki Ólympíuleikar né heimsmeistaramót eru á dagskránni á næsta ári. Þjálfari Eaton segir mikilvægt að brjóta upp æfingaferlið enda hætta á að Eaton þreytist og fái leiða geri hann ekki smá hlé á tugþrautaræfingum sínum.

„Andlegi þátturinn í frjálsum íþróttum er ekki síður mikilvægur en sá líkamlega,“ segir þjálfarinn Harry Marra í samtali við RunnerSpace.com. Æfingar fyrir 400 metra grindahlaup muni nýtast Eaton bæði í 400 metra hlaupi og 1500 metra hlaupi í tugþrautinni.

Marra hefur fulla trú á að Eaton geti gert góða hluti í 400 metra grind. Hann á best 45,64 sekúndur í 400 metra hlaupi en heimsmetið í greininni er 43,19 sekúndur. Heimsmetið í 400 metra grindahlaupi er 46,78 sekúndur.

„Ef hann stendur sig vel þá verður það mögulega til þess að fólk meti enn frekar afrek hans í tugþrautinni,“ segir Marra. Eaton er aðeins annar tugþrautarkappinn í sögunni til þess að brjóta 9000 stiga múrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×