Stóru málin - Landspítalinn fær meira - óþarfi skorinn niður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 22. október 2013 11:23 Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni Stóru málin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni
Stóru málin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“