Jör með kvenfatalínu og stefnir á erlendan markað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2013 18:45 Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira