Jör með kvenfatalínu og stefnir á erlendan markað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2013 18:45 Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira