Fótbolti

„Það er best að ég haldi kjafti“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Nordicphotos/Getty
Það fór ekki vel ofan í Rúrik Gíslason að vera skipt af velli í 3-1 tapi FC Kaupmannahafnar gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær.

Rúrik fór af velli í hálfleik fyrir Christian Bolanos þegar Tyrkirnir leiddu 3-0.

„Ég er mjög svekktur. Það er margt sem ég vil segja en það er best að ég haldi kjafti,“ sagði Rúrik við erlenda fjölmiðla í leikslok.

Kantmaðurinn er þeirrar skoðunar að ákvörðunin að skipta honum af velli hafi verið röng.

„Mér finnst það. Ég er að spila vel og er í góðu formi. En eins og ég segi, þá er best að ég haldi kjafti.“

Rúrik viðurkenndi að hafa rætt ástæður skiptingarinnar við þjálfarann Ståle Solbakken.

„Við ræddum saman en það sem fram fór er okkar á milli.“ Aðspurður hvort hann væri sammála honum sagði Rúrik: „Alls ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×