Fótbolti

Gylfi verður að halda sig í treyjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Stefán
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun og þar kom hann inn á gulu spjöldin og hættu leikmanna liðsins að fara í bann í lokaleiknum út í Noregi.

„Við höfum aðeins þurft að ræða gulu spjöldin. Mikilvægt að fá engin kjánaleg gul spjöld upp á Noregsleikinn og umspilið," sagði Lars Lagerbäck á fundinum.

Gylfi Þór Sigurðsson er einn af þeim sem má ekki fá spjald en eitt af þremur gulu spjöldum hans í undankeppninni fékk hann fyrir að rífa sig úr treyjunni þegar hann fagnaði glæsilegu marki sínu beint úr aukaspyrnu.

„Leikmaðurinn (Gylfi) má rífa sig úr treyjunni þegar við vinnum HM eða komumst í lokakeppnina þegar spjöldin þurrkast út," sagði Lagerbäck léttur.

Leikmennirnir sem mega ekki fá gult spjald hjá íslenska landsliðinu á morgun eru þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason, Kári Árnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Már Sævarsson og Kolbeinn Sigþórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×