Íslenski boltinn

Kolbeinn bætti met Eiðs Smára um tvö ár og fimm mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson sést hér skora tólfta landsliðsmarkið sitt.
Kolbeinn Sigþórsson sést hér skora tólfta landsliðsmarkið sitt. Mynd/Vilhelm
Kolbeinn Sigþórsson varð í gær áttundi leikmaðurinn sem nær því að skora tólf mörk fyrir íslenska A-landsliðið en hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur í leik þjóðanna í undankeppni HM 2014.

Kolbeinn er langyngsti leikmaðurinn sem nær tólfta A-landsliðsmarkinu og bætti met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 2004 um tvö ár og tæpa fimm mánuði.

Kolbeinn var 23 ára, 6 mánaða og 27 daga í gær en Eiður Smári Guðjohnsen var 25 ára, 11 mánaða og 24 daga þegar hann bætti metið fyrir níu árum síðan en metið hafði þá verið í eigu Ríkharðs Jónssonar frá 1957.

Hér fyrir neðan má síðan sjá samanburð á því hvaða leikmennirnir átta voru gamlir þegar þeir komust í tólf marka klúbb íslenska A-landsliðsins.



Hvað voru þeir gamlir þegar þeir skoruðu sitt tólfta landsliðsmark:

Kolbeinn Sigþórsson 23 ára - 6 mánaða - 27 daga

Eiður Smári Guðjohnsen  25 ára - 11 mánaða - 24 daga

Ríkharður Jónsson  27 ára - 7 mánaða - 28 daga

Ríkharður Daðason 29 ára - 1 mánaða - 11 daga

Þórður Guðjónsson  29 ára - 7 mánaða - 28 daga

Heiðar Helguson  33 ára - 1 mánaða - 20 daga

Tryggvi Guðmundsson  33 ára - 7 mánaða - 16 daga

Arnór Guðjohnsen  34 ára - 6 mánaða - 12 daga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×