Íslenski boltinn

Íslenska landsliðið skorar meira en heimsmeistararnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson reynir hjólhestaspyrnu á móti Kýpur.
Kolbeinn Sigþórsson reynir hjólhestaspyrnu á móti Kýpur. Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið hefur skorað 16 mörk í níu leikjum sínum í undankeppni HM 2014 sem er það mesta sem karlalandslið Íslands hefur skorað frá upphafi í einni undankeppni.

Íslenska liðið er að skora meira að meðaltali í leik heldur en heimsmeistarar Spánverja. Ísland hefur skoraði 1,8 mörk að meðaltali í leik en spænska landsliðið hefur aðeins skoraði 12 mörk í sjö leikjum eða 1,7 að meðaltali í leik.

Spánverjar hafa ekki tapað leik á mótinu (5 sigrar og 2 jafntefli) og fara langt á því að hafa aðeins fengið á sig 3 mörk.

Íslenska landsliðið hefur aftur á móti fengið á sig fjórtán mörk sem þýðir að það hafa verið skoruð 30 mörk í leikjum Íslands eða 3,3 að meðaltali í leik.

Holland, Þýskaland, Bosnía og England eru í sérflokki hvað varðar markaskorun í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 en íslenska landsliðið er þar í 15. sæti.

Flest mörk í Evrópuhluta undankeppni HM 2014:

32 - Holland

31 - Þýskaland

29 - Bosnía

29 - England

20 - Úkraína

19 - Ungverjaland

19 - Rússland

18 - Ísrael

18 - Pólland

17 - Belgía

17 - Ítalía

17 - Austurríki

17 - Rúmenía

17 - Portúgal

16 - Ísland

16 - Sviss

16 - Svíþjóð

16 - Tyrkland

16 - Svartfjallaland

14 - Búlgaría

14 - Slóvenía

13 - Serbía

13 - Írland

12 - Spánn

12 - Frakkland

12 - Króatía

12 - Tékkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×