Fótbolti

Um átta þúsund miðar seldir

Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar
Mynd/Daníel
Norðmenn virðast hafa lágmarksáhuga á landsleiknum gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Aðeins átta þúsund miðar höfðu selst fyrir helgi.

Fjölmiðlafulltrúi Norðmanna, Svein Graff, sagðist við Vísi í dag telja ólíklegt að miðasala hefði verið mikil í gær og í dag eftir 3-0 tap þeirra norsku í Slóveníu á föstudag.

Reiknað er með því að um eitt þúsund stuðningsmenn Íslands mæti á Ullevaal á þriðjudagskvöldið. Stuðningsmenn gestaliða eru staðsettir aftan við annað markið. Þar er pláss fyrir um 2500 stuðningsmenn.

Ullevaal tekur í dag um 24 þúsund áhorfendur. Endurbætur á vellinum standa yfir en að þeim loknum mun hann taka um 28 þúsund í sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×