Sport

Fylgst með lyfjaprófum á Jamaíka

Asafa Powell er einn fljótasti maður allra tíma. Hann féll á lyfjaprófi fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Asafa Powell er einn fljótasti maður allra tíma. Hann féll á lyfjaprófi fyrir nokkrum mánuðum síðan. vísir/getty
Lyfjamál frjálsíþróttamanna frá Jamaíku eru nú undir smásjánni alþjóða lyfjaeftirlitsnefndinni. Hún er á leið til Jamaíka þar sem fylgst verður með því hvernig Jamaíka stendur að þessum málum.

Á síðustu mánuðum hafa þrír af fremstu hlaupurum þjóðarinnar fallið á lyfjaprófi. Þau tíðindi hafa gert það að verkum að margir treysta ekki lengur Jamaíkamönnum.

Því hefur verið haldið fram að hlaupararnir frá Jamaíka hafi ekki þurft að gangast undir lyfjapróf fimm til sjö mánuðum fyrir síðustu Ólympíuleika. Átta hlauparar frá þjóðinni unnu verðlaun á leikunum.

Talsmaður alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar segist hafa áhyggjur af stöðu mála á Jamaíka og segir fulla ástæðu vera til þess að fara þangað og fylgjast með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×