Fótbolti

Þegar Darren Fletcher kramdi hjörtu Íslendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Fletcher fagnar marki sínu.
Darren Fletcher fagnar marki sínu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenska landsliðið í fótbolta var í svipaðri stöðu og í kvöld fyrir tíu árum þegar liðið mætti Þýskalandi á útivelli í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni EM 2004. Íslenska liðið átti einnig möguleika á því að vinna riðilinn og komast beint á HM en varð á endanum aðeins tuttugu mínútum frá því að komast í umspilið.

Ísland átti ekki möguleika á móti sterku þýsku landsliðið sem vann leikinn 3-0, tryggði sér sigur í riðlinum og farseðil á Evrópumótið í Portúgal 2004.

Von íslenska liðsins var þó enn á lífi þrátt fyrir að Michael Ballack hafi komið þýska liðinu í 1-0 strax á 9. mínútu og það hafi verið ljóst nær allan tímann í Hamburg að Ísland væri að fara að tapa leiknum.

Staðan var nefnilega enn markalaust í leik Skota og Litháa og þau úrslit hefðu skilað íslenska landsliðinu í umspilið.

Það var hinsvegar Darren Fletcher, þá tiltölulega óþekktur 19 ára leikmaður Manchester United, sem tryggði Skotum 1-0 sigur með marki á 70. mínútum. Skotar enduðu því með 14 stig eða stigi meira en íslenska liðið.

Skotar mættu Hollendingum í umspilinu og voru í fínum málum eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum. Hollendingarnir fóru hinsvegar afar illa með Skota í seinni leiknum á Amsterdam Arena og tryggðu sér sæti á EM 2004 með 6-0 stórsigri. Ruud van Nistelrooy skoraði þrennu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×