Fótbolti

Kolbeinn: Ég er stoltur af vera hluti af þessu liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Vilhelm
Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli á móti Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í kvöld en jafnteflið tryggði íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og farseðilinn í umspilið um laus sæti á HM í Brasilíu 2014. Kolbeinn var kátur í viðtali Hans Steinar Bjarnason á RÚV eftir leikinn.

„Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að vera komnir áfram í umspilið," sagði Kolbeinn Sigþórsson.

„Mér leið frábærlega eftir að náð að skora. Ég fékk boltann frá Gylfa og náði að snúa strax. Svo miðaði ég bara einhvern vegin á markið. Það var frábær að skora,“ sagði Kolbeinn þegar hann lýsti markinu sínu.

Kolbeinn var að skora í sínum fimmta landsleik í röð.  „Þegar tilfinningin er svona góð þá er erfitt að hætta. Ég er að ná mér betur á strik með hverjum leik og ég er stoltur af vera hluti af þessu liði," sagði Kolbeinn.

„Við ætlum bara að fagna núna og sjáum við bara til hverja við fáum í umspilinu á mánudaginn," sagði Kolbeinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×