Fótbolti

Gylfi ætlar að stríða Christian Eriksen

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður eftir jafnteflið á móti Noregi á Ullevaal-leikvangninum í Ósló í kvöld en 1-1 jafntefli dugði íslenska liðinu til að taka annað sæti riðilsins og tryggja sér sæti í umspilinu.

„Við vissum stöðuna hjá Sviss og Slóveníu og spiluðum því kannski svolítið öðruvísi seint í leiknum. Við vorum svolítið passívir en það tókst. Við vorum kannski aðeins of djúpir á tímabili en hverjum er ekki sama. Við erum á leiðinni í umspil," sagði Gylfi eftir leik.

„Það getur allt gerst í tveimur leikjum. Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka. Við bíðum spenntir eftir nóvember," sagði Gylfi.

Danir urðu í 2. sæti í B-riðlinum en verða að sætta sig við það að vera það lið sem náði slakasta árangrinum af þeim þjóðum sem urðu í annað sæti.

„Nú get ég farið að spyrja Christian Eriksen á morgun hvort hann er að fara til Brasilíu eða ekki," sagði Gylfi og hlær en bætir svo við: "Draumurinn okkar lifir ennþá og það verður frábært að fara til baka á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×