Í dag var dregið í 32-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum. Þrjár rimmur liða úr úrvalsdeild verða í þessari umferð.
Stærsti leikurinn er klárlega viðureign Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni.
Haukar fara á Ísafjörð og Grindavík sækir Val heim í hinum úrvalsdeildarslögunum.
Drátturinn í heild sinni:
Njarðvík - KR
Laugdælir - Snæfell
KR b - Keflavík
KFÍ - Haukar
Afturelding - FSu
ÍG - Vængir Júpíters
Höttur - Stjarnan
KV - Tindastóll
Reynir Sandgerði - Hamar
Sindri - Þór Þorlákshöfn
Keflavík b - Álftanes
ÍA - Fjölnir
Breiðablik - ÍR
Haukar b/ Stjarnan b - Skallagrímur
Valur - Grindavík
Leiknir - Þór Akureyri
KR sækir Njarðvík heim í bikarnum
