Góðar líkur á að risagróðurhús rísi í Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 13:31 Tómatarækt er á næsta leiti í Grindavík verði af byggingu á risagróðurhúsi í útjaðri bæjarins. Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira