Hér eru myndirnar allar í svart hvítu sem gefur skemmtilegan heildarsvip.
"Öll heimili þurfa að hafa einn góðan myndavegg finnst mér, hvort sem það séu fjölskyldumyndir eða bara gott bland af plakötum og ljósmyndum," segir bloggarinn og fagurkerinn Svana Lovísa á bloggi sínu Svart á hvítu á Trendnet.is.
Þar deilir hún skemmtilegum myndum af mismunandi útfærslum á myndaveggjum sem ættu að gefa góðan innblástur.