Sveitarfélagið Árborg hefur farið þess á leit við Frjálsíþróttasamband Íslands að gera frjálsíþróttaleikvanginn á Selfossi að þjóðarleikvangi Íslendinga.
Þetta kemur fram á vefsíðunni sunnlenska.is en hugmyndin munhafa verið rædd á síðasta fundi íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.
Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, var síðan falið að rita Frjálsíþróttasambandi Íslands bréf og í framhaldinu ræða við sambandið.
„Við eigum ekki langt í land með okkar aðstöðu og þurfum ekki að bæta miklu við til þess að geta kallað okkur þjóðarleikvang,“ sagði Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, í samtali við sunnlenska.is.
„Við þyrftum að bæta áhorfendaaðstöðuna og bæta við hlaupabrautum í styttri vegalengdum en að öðru leyti er öll aðstaða hjá okkur góð,“ segir Kjartan en þjóðarleikvangur þarf að uppfylla ýmsar alþjóðlegar kröfur.
Laugardalsvöllurinn í Reykjavík er þjóðarleikvangur Íslendinga, bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, en fólk innan frjálsíþróttasambandsins hefur undanfarið velt þeirri hugmyndi fyrir sér hvort skynsamlegt væri að flytja aðal frjálsíþróttavöll okkar Íslendinga á annan stað.
„Málefni Laugardalsvallarins hafa verið til umræðu í Reykjavík í nokkra mánuði án þess að nokkuð gerist. Við setjum þessa hugmynd því fram til þess að leysa Reykjavíkurborg úr snörunni og bjóðum fram okkar frábæra völl hér á Selfossi,“ sagði Kjartan að lokum við sunnlenska.is
Árborg vill fá þjóðarleikvang í frjálsum á Selfoss
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
