Bayern München fór illa með Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Mynd/AP Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti