Bayern München fór illa með Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Mynd/AP Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Sjá meira