Stunginn með notaðri sprautunál Hrund Þórsdóttir skrifar 5. október 2013 09:57 Í dómnum segir að það gæti valdið ótta í samfélaginu yrði ákærði, Stefán Logi Sívarsson, látinn laus. Í dómnum er birt greinargerð lögreglu þar sem vitnisburðir brotaþola koma fram og er atburðum þriggja árása lýst. Tilefni þeirra er sagt vera framhjáhald eins fórnarlambsins með kærustu Stefáns og eru lýsingar á ofbeldi sem hann er grunaður um að hafa framið, afar ógeðfelldar. Brotaþoli A, sem kveðst hafa upplýst Stefán um framhjáhald kærustunnar með brotaþola B, lýsir því meðal annars að Stefán og annar maður sem einnig er ákærður í málinu, hafi ítrekað stungið hann með eggvopni, kýlt hann í andlitið og lamið í hnéskeljar og handarbök, líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið stunginn nokkrum sinnum með notaðri sprautunál. Samkvæmt læknisvottorði hlaut viðkomandi m.a. brot á augntóftargólfi og kinnbeini, mar í hársverði og sár á framhandlegg eftir eggvopn. Brotaþoli B kveðst meðal annars hafa verið bundinn, liggjandi á gólfi og þannig laminn illa, meðal annars með kylfum. Þá eru hinir ákærðu sagðir hafa sprautað eldfimum vökva á viðkvæma líkamshluta B og lagt eld að. Þá hafi hann verið þvingaður til að gleypa pillur og sprauta sig með óþekktu lyfi. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþoli B mjög slæma áverka sem benda til misþyrminga í pyntingaskyni. Stefán sætir að auki ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar á kærustu sína. Er honum gert að sök að hafa bundið belti af baðsloppi um háls hennar og dregið hana þannig að henni hafi legið við köfnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að brotin, sem leiki sterkur grunur um að ákærði hafi framið, feli í sér stórfelldar líkamsárásir og að það gæti valdið ótta í samfélaginu um áframhaldandi ofbeldisbrot, verði ákærði látinn laus. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi til 30. október. Stokkseyrarmálið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í dómnum er birt greinargerð lögreglu þar sem vitnisburðir brotaþola koma fram og er atburðum þriggja árása lýst. Tilefni þeirra er sagt vera framhjáhald eins fórnarlambsins með kærustu Stefáns og eru lýsingar á ofbeldi sem hann er grunaður um að hafa framið, afar ógeðfelldar. Brotaþoli A, sem kveðst hafa upplýst Stefán um framhjáhald kærustunnar með brotaþola B, lýsir því meðal annars að Stefán og annar maður sem einnig er ákærður í málinu, hafi ítrekað stungið hann með eggvopni, kýlt hann í andlitið og lamið í hnéskeljar og handarbök, líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið stunginn nokkrum sinnum með notaðri sprautunál. Samkvæmt læknisvottorði hlaut viðkomandi m.a. brot á augntóftargólfi og kinnbeini, mar í hársverði og sár á framhandlegg eftir eggvopn. Brotaþoli B kveðst meðal annars hafa verið bundinn, liggjandi á gólfi og þannig laminn illa, meðal annars með kylfum. Þá eru hinir ákærðu sagðir hafa sprautað eldfimum vökva á viðkvæma líkamshluta B og lagt eld að. Þá hafi hann verið þvingaður til að gleypa pillur og sprauta sig með óþekktu lyfi. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþoli B mjög slæma áverka sem benda til misþyrminga í pyntingaskyni. Stefán sætir að auki ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar á kærustu sína. Er honum gert að sök að hafa bundið belti af baðsloppi um háls hennar og dregið hana þannig að henni hafi legið við köfnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að brotin, sem leiki sterkur grunur um að ákærði hafi framið, feli í sér stórfelldar líkamsárásir og að það gæti valdið ótta í samfélaginu um áframhaldandi ofbeldisbrot, verði ákærði látinn laus. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi til 30. október.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira