Viðskipti innlent

Söðlar um með RVK Studios

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sjálfur undirbýr Baltasar sína næstu kvikmynd í fullri lengd, myndina Everest.
Sjálfur undirbýr Baltasar sína næstu kvikmynd í fullri lengd, myndina Everest. mynd/anton
Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur endurreist framleiðslufyrirtæki sitt Blueeyes Productions undir nafninu RVK Studios og hyggst hann veita sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólki þjónustu í innlendum og erlendum verkefnum. Það er bransavefurinn Hollywood Reporter sem greinir frá þessu.

Magnús Viðar Sigurðsson gegnir stöðu framkvæmdastjóra RVK Studios og Sigurjón Kjartansson verður yfirmaður þróunarsviðs. Öðrum stöðum gegna framleiðandinn Agnes Johansen og fjármálastjórinn Sigríður Stefánsdóttir.

Meðal verkefna RVK Studios er hæfileikakeppnin Ísland Got Talent, teiknimyndaþátturinn Hulli og nýjasta kvikmynd leikstjórans Dags Kára, Fúsi. Þá er fjöldi annarra verkefna í þróun, Þar á meðal eru glæpaþættirnir Trapped, vísindaskáldsöguþáttaröð sem byggð er á tölvuleiknum Eve Online og hasarmyndin Viking.

Sjálfur undirbýr Baltasar sína næstu kvikmynd í fullri lengd, myndina Everest með þeim Josh Brolin, Jason Clarke og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×