Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan Sigmar Sigfússon skrifar 9. október 2013 11:13 mynd/vilhelm Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjá meira
Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn