Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Þá tók HK á móti Fram í Digranesi. Heimastúlkur í HK höfðu lítið í Fram að gera í kvöld. Munurinn sjö mörk í hálfleik og Fram gaf það forskot aldrei eftir.
Fram er með fjögur stig eftir leikinn og komst upp fyrir HK og í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum.
Fyrirliðinn Ásta Birna Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði níu mörk í leiknum. Stórleikur Guðrúnar Bjarnadóttur dugði ekki til fyrir HK.
HK-Fram 20-31 (8-15)
Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 10, Sóley Ívarsdóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 4, Gerður Arinbjarnar 1, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir 1.
Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 9, Hekla Rún Ámundadóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 1.
Ásta Birna sá um að afgreiða HK

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




