Neyddar til að vinna sautján tíma á sólarhring Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2013 13:45 Nadesjda Tolokonnikova í réttarsal í sumar. Mynd/AP „Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
„Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira