Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 16:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Valli Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira