Tíska og hönnun

Marc Jacobs hættir hjá Louis Vuitton

Ása Ottesen skrifar
Marc Jacobs
Marc Jacobs Getty/nordicphotos
Samkvæmt breska tískublaðinu Vogue, er fatahönnuðurinn Marc Jacobs að hætta sem yfirhönnuður franska hátískumerkisins, Louis Vuitton. Jacobs hefur starfað hjá merkinu frá því 1997, eða í sextán ár.

Orðrómur er á kreiki þess efnis að Nicolas Ghesquièr, yfirhönnuður Balenciaga, taki við af Jacobs.

Fréttastofan Reuters fjallar einnig um brottför Jacobs, þar kemur fram að talsmaður Louis Vuitton, hafi látið þau orð falla að Jacobs hafi unnið frábært verk á þessum sextán árum, en það sé komin tími á breytingar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×