Grétar Rafn leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2013 08:57 Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Twitter Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira