Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. september 2013 06:45 Gylfi segist hafa farið heim með öngulinn í rassinum frá lögreglunni. samsett mynd Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira