Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. september 2013 16:47 Ólína Þorvarðardóttir er ekki sátt með málsmeðferð háskólaráðs Háskólans á Akureyri. Mynd/Vísir Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri frestaði á fundi háskólaráðs í gær skipun nýs sviðsforseta þar sem ekki þóttu forsendur á fundinum til að taka ákvörðun um ráðninguna. Ólína segir að rektor þurfi að útskýra betur hvers vegna ekki var gengið frá ráðningunni á fundinum. „Ég undrandi á málsmeðferðinni. Undangengin er umsögn frá dómnefnd og sviðsfundur hefur kosið á milli umsækjenda þar sem ég var hlutskörpust og sviðsfundur hefur formlega mælt með minni ráðningu við rektor,“ sagði Ólína sem var í útlöndum þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist ætla að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en hún tjáir sig frekar. Rektor segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu á fundinum í gær þar sem ráðið taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda. Rektor staðfesti við Vísi að ráðningastofa væri nú komin í ráðningaferlið sem muni meta umsækjendur enn frekar. „Háskólaráð vildi afla sér frekari upplýsinga og það var gert,“ segir Stefán sem segir ekkert óeðlilegt við það að fá ráðningastofu inn í ferlið á þessum tímapunkti. Hann vísar því á bug að öfl innan skólans séu að reyna að hafa áhrif á ráðningu sviðsforseta. „Við áttum hreinlega erfitt með að velja á milli umsækjenda. Það er auðveldara að ráða í starf þegar einn umsækjandi sker sig úr. Í þessu tilfelli vorum við með fjóra jafna umsækjendur. Þetta eru einfaldlega fagleg vinnubrögð og þau sömu sem höfð voru uppi þegar síðast ráðið í þessa sömu stöðu.“ Í kosningu á milli umsækjenda meðal starfsmanna hug- og félagsvísindasviðs voru Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson jöfn með 16 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv, hlaut 13 atkvæði. Aftur var kosið á milli tveggja efstu þar sem Ólína hlaut 20 atkvæði og Rögnvaldur 19. Því var búist við að Ólína yrði ráðin í starf sviðsforseta á fundi háskólaráðs í gær. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri frestaði á fundi háskólaráðs í gær skipun nýs sviðsforseta þar sem ekki þóttu forsendur á fundinum til að taka ákvörðun um ráðninguna. Ólína segir að rektor þurfi að útskýra betur hvers vegna ekki var gengið frá ráðningunni á fundinum. „Ég undrandi á málsmeðferðinni. Undangengin er umsögn frá dómnefnd og sviðsfundur hefur kosið á milli umsækjenda þar sem ég var hlutskörpust og sviðsfundur hefur formlega mælt með minni ráðningu við rektor,“ sagði Ólína sem var í útlöndum þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist ætla að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en hún tjáir sig frekar. Rektor segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu á fundinum í gær þar sem ráðið taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda. Rektor staðfesti við Vísi að ráðningastofa væri nú komin í ráðningaferlið sem muni meta umsækjendur enn frekar. „Háskólaráð vildi afla sér frekari upplýsinga og það var gert,“ segir Stefán sem segir ekkert óeðlilegt við það að fá ráðningastofu inn í ferlið á þessum tímapunkti. Hann vísar því á bug að öfl innan skólans séu að reyna að hafa áhrif á ráðningu sviðsforseta. „Við áttum hreinlega erfitt með að velja á milli umsækjenda. Það er auðveldara að ráða í starf þegar einn umsækjandi sker sig úr. Í þessu tilfelli vorum við með fjóra jafna umsækjendur. Þetta eru einfaldlega fagleg vinnubrögð og þau sömu sem höfð voru uppi þegar síðast ráðið í þessa sömu stöðu.“ Í kosningu á milli umsækjenda meðal starfsmanna hug- og félagsvísindasviðs voru Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson jöfn með 16 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv, hlaut 13 atkvæði. Aftur var kosið á milli tveggja efstu þar sem Ólína hlaut 20 atkvæði og Rögnvaldur 19. Því var búist við að Ólína yrði ráðin í starf sviðsforseta á fundi háskólaráðs í gær.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira