Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 26-27 | Dramatík í Safamýri Eyþór Atli Einarsson í Safamýri skrifar 15. september 2013 17:29 Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira