Enski boltinn

Aðeins þrír hafa skorað fleiri mörk fyrir Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/NordicPhotos/Getty
Wayne Rooney varð í kvöld aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að skora tvö hundruð mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Rooney skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Old Trafford.

Wayne Rooney skoraði 200. markið sitt í leik númer 406 en hann er aðeins 27 ára gamall og vantar nú "bara" 49 mörk til að jafna met Sir Bobby Charlton.

Rooney skoraði einnig sitt 30. mark í Meistaradeildinni fyrir Manchester United og komst með því fram úr Ryan Giggs. Rooney er annar á þeim lista á eftir Ruud van Nistelrooy sem skoraði á sínum tíma 38 mörk fyrir United í Meistaradeildinni.

Rooney hefur skorað 142 mörk í deildinni, 17 mörk í bikarnum, 4 mörk í deildarbikarnum, 33 í Evrópukeppnum og 4 mörk í öðrum keppnum.

Flest mörk fyrir Manchester United:

Sir Bobby Charlton  249 mörk (758 leikir)

Denis Law 237 mörk (404 leikir)

Jack Rowley 211 mörk (424 leikir)

Wayne Rooney 200 mörk (406 leikir)

Dennis Viollet 179 mörk (293 leikir)

George Best 179 mörk (470 leikir)

Joe Spence 168 mörk (510 leikir)

Ryan Giggs 168 mörk (945 leikir)

Mark Hughes 163 mörk (467 leikir)

Paul Scholes 155 mörk (718 leikir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×