Hörður Magnússon fór yfir málin í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið með sérfræðingunum Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni en til umræðu voru fjórir leikir í 20. umferð.
Þeir félagar ræddu meðal annars leik FH og Vals á Kaplakrika-velli sem átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér.
„Ég varð vitni að því þegar þurfti að stíga formennina í sundur og lenti þeim næstum því saman. Þetta á auðvitað ekki að sjást eftir leiki," sagði Tómas Ingi Tómasson í Pepsi-mörkunum.
Hér að ofan má sjá myndband úr þættinum sem var á Stöð2 Sport á mánudagskvöld.
