Enski boltinn

Rooney pirraður á spurningum blaðamanns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rooney var á skotskónum á Old Trafford í gærkvöldi.
Rooney var á skotskónum á Old Trafford í gærkvöldi. Nordicphotos/AFP
„Heyrðu, ég er bara að einbeita mér að fótboltanum eins og ég hef gert í allt sumar,“ sagði Wayne Rooney eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Rooney skoraði tvö mörk og spurði blaðamaður hann að því hvort hann væri orðinn hamingjusamur hjá United á nýjan leik.

„Ég hef lagt hart að mér til að vera klár fyrir tímabilið. Ég er hæstánægður með að vera kominn í eldlínuna og að skora mörk.“

Blaðamaðurinn gekk á enska landsliðsmanninn og spurði hann hvort hann hefði óskað eftir sölu frá United í sumar. Rooney vildi ekki svara spurningunni.

„Ég var að segja þér að ég er að einbeita mér að fótboltanum eins og ég hef gert í allt sumar,“ sagði Rooney. Hann þakkaði stuðningsinn frá aðdáendum United.

„Stuðningsmennirnir hafa alltaf verið frábærir og móttökurnar hafa alltaf verið góðar,“ sagði Rooney. Aðspurður hvort höfuðbandið sem Rooney hefur notað í tveimur síðustu leikjum gæfi honum lukku brosti hann út í annað.

„Það er ekki eins og ég vilji vera með höfuðbandið en ég gæti varla spilað án þess. Það kemur mér á völlinn sem skiptir mestu máli.“

Rooney er nú einn fjögurra leikmanna United sem hafa skorað 200 mörk eða fleiri fyrir United.

Sir Bobby Charlton 249 mörk

Denis Law 237 mörk

Jack Rowley 211 mörk

Wayne Rooney 200 mörk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×