Skemmtun fór úr böndunum þegar kveikt var í dverg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2013 12:12 Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér. Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér.
Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira