Skemmtun fór úr böndunum þegar kveikt var í dverg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2013 12:12 Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér. Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér.
Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira