Handbolti

ÍR og ÍBV byrja vel á Ragnarsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Ásgeirsson
Sturla Ásgeirsson Mynd/Valli
ÍR-ingar og Eyjamenn unnu sína leiki á Ragnarsmótið í handbolta en þetta árlega æfingamót á Selfossi hófst með tveimur leikjum í gær.

ÍR vann tveggja marka sigur á HK, 31-29, þar sem Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði níu mörk fyrir Breiðhyltinga og Sturla Ásgeirsson var með átta mörk.

Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Eyjamönnum í 30-25 sigri á Aftureldingu en hann er nýkominn til ÍBV frá Fram.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir markaskorarana í leikjunum í gærkvöldi.



ÍR - HK 31-29

Mörk ÍR: Arnar Birkir Hálfdánarson 9, Sturla Ásgeirsson 8, Björgvin Hólmgeirsson 5, Guðni Kristinsson 3, Davíð Georgsson 3,

Jón Heiðar Gunnarsson 1, Sigurjón Björnsson 1, Sigurður Magnússon 1.

Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7, Atli Karl Bachmann 5, Jóhann Gunnlaugsson 5, Davíð Ágústsson 5, Daníel Berg Grétarsson 4, Eyþór Magnússon 1, Eyþór Snæland 1, Sigurður Guðmundsson 1.



ÍBV - Afturelding 30-25

Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 7, Magnús Stefánsson 6, Filip Scepanovic 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Mlakar Mataz 3, Sindri Haraldsson 2, Andri Heimir Friðriksson 2, Grétar Eyþórsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.

Mörk Aftureldingar: Böðvar Ásgeirsson 6, Örn Ingi Bjarkason 6, Elvar Magnússon 3, Árni Eyjólfsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Ágúst Birgisson 2, Birkir Benediktsson 1, Einar Héðinsson 1, Kristinn Elísberg 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×