Fótbolti

Flottur sigur 19 ára liðsins á Skotum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Oliver Sigurjónsson og Hjörtur Hermannsson fóru úr að ofan í tilefni sigursins í blíðunni í Skotlandi.
Oliver Sigurjónsson og Hjörtur Hermannsson fóru úr að ofan í tilefni sigursins í blíðunni í Skotlandi. Mynd/Instagram
Drengjalandslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann öruggan 3-0 sigur á Skotum í æfingaleik ytra í morgun.

Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FC Kaupmannahafnar kom íslensku strákunum á bragðið í fyrri hálfleik. Áður en hálfleikurinn var úti sótti Indriði Áki Þorláksson, leikmaður Vals, vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson skoraði úr.

Oliver, sem er á mála hjá AFG í Danmörku, skoraði mark Íslands í fyrri æfingaleik þjóðanna á þriðjudag beint úr aukaspyrnu. Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.

Eyjamaðurinn Jón Ingason var einn fjölmargra varamanna sem komu inn á í síðari hálfleik. Jón bætti við þriðja markinu og tryggði öruggan sigur íslenska liðsins.

Athygli vekur að tíu af átján leikmönnum landsliðsins eru á mála hjá erlendum félögum. Leikmannahóp landsliðsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×