Fótbolti

Alfreð á bekknum á móti Sviss - Gylfi fyrir aftan Kolbein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason byrjar á bekknum í kvöld.
Alfreð Finnbogason byrjar á bekknum í kvöld. Mynd/Daníel
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt, fyrir leikinn á móti Sviss í Bern í kvöld en byrjunarliðið er komið inn á heimsíðu KSÍ.

Alfreð Finnbogason hefur verið tæpur fyrir leikinn og byrjar á bekknum í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson er fremstur en Gylfi Þór Sigurðsson spilar fyrir aftan hann.

Annars er byrjunarliðið nokkuð hefbundið nema ef vera skildi það að Jóhann Berg Guðmundsson er hægri vængnum en Birkir Bjarnason á þeim vinstri.

Leikurinn gegn Sviss hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma á Stade de Suisse og er í beinni boltalýsingu hér inn á Vísi. Íslenska liðið þarf helst að fá eitthvað út úr þessum leik til að halda í dramuminn um að komast í úrslitakeppni HM í Brasilíu næsta sumar.



Byrjunarlið Íslands í leiknum (4-4-1-1)

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðvörður: Kári Árnason

Miðvörður: Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson

Miðjumaður: Helgi Valur Daníelsson

Vinstri kantur: Birkir Bjarnason  

Framliggjandi miðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×