Handbolti

ÍR og ÍBV spila til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson.
Björgvin Hólmgeirsson. Mynd/Valli
ÍR og ÍBV mætast í dag í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en það var ljóst eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. HK og Afturelding spila um bronsið. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót í handbolta karla sem fer fram á Selfossi.

ÍR vann 25-24 sigur á heimamönnum í Selfossi í gærkvöldi eftir að Selfyssingar voru 13-11 yfir í hálfleik. ÍBV vann 32-26 sigur á Gróttu í seinni leiknum en Eyjamenn voru 17-11 yfir í hálfleik.

Úrslitaleikur ÍR-inga og Eyjamann hefst klukkan 16.00 í dag en á undan mætast HK og Afturelding í leiknum um þriðja sætið.



Selfoss - ÍR 24-25 (13-11)

Mörk Selfoss: Andri Hrafn Hallsson 6 mörk, Sverrir Pálsson 5, Hörður Másson 3, Ómar Helgason 3, Ómar Magnússon 3, Jóhannes Eiríksson 2, Árni Felix Gíslason 1 og Magnús Magnússon 1.

Mörk ÍR: Arnar Birkir Hálfdánarson 6 mörk, Björgvin Hólmgeirsson 4, Sturla Ásgeirsson 3, Sigurður Magnússon 3, Davíð Georgsson 2, Kristinn Björgúlfsson 2, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1, Daníel Guðmundsson 1 og Jón Heiðar Gunnarsson 1.



ÍBV - Grótta 32-26 (17-11)

Mörk ÍBV: Andri Friðriksson 7 mörk, Theodór Sigurbjörnsson 7, Róbert Aron Hostert 6, Grétar Eyþórsson 3, Svavar Kári Grétarsson 3, Dagur Arnarsson 2, Magnús Stefánsson 1, Filip Scepanovic 1, Agnar Smári Jónsson 1 og Guðni Ingvarsson 1.

Mörk Gróttu: Vilhjálmur Hauksson 9 mörk, Óli Björn Jónsson 4, Þráinn Jónsson 3, Jökull Finnbogason 3, Aron Pálsson 1, Alex Ragnarsson 1, Þorgeir Davíðsson 1, Kristján Karlsson 1, Aron Jóhannsson 1, Einar Kristinsson 1 og Hjalti Hjaltason 1.

Lokaniðurstaða í riðlunum tveimur:

A-riðill

ÍR 4 stig

HK 2 stig

Selfoss 0 stig

B-riðill

ÍBV 4 stig

Afturelding 2 stig

Grótta 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×