Fótbolti

Gylfi hefur komið að helmingi marka íslenska liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/AFP
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Jóhanns Berg Guðmundssonar í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudagskvöldið. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sex af tólf mörkum íslenska liðins í undankeppni HM.

Gylfi er markahæsti leikmaður riðilsins ásamt Jóhanni Berg en þeir hafa báðir skorað þrjú mörk. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason eru síðan báðir í hópi ellefu leikmanna sem hafa skorað tvö mörk í E-riðlinum.

Gylfi hefur einnig gefið þrjár stoðsendingar á félaga sína í íslenska liðinu en hann hefur spilað sex af sjö leikjum íslenska liðsins í riðlinum.

Gylfi lagði upp mark fyrir Alfreð í 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik riðilsins og bætti síðan við tveimur stoðsendingum á Jóhann Berg í Bern í gær.

Gylfi hefur átt þátt í fimm af þessum sex mörkum sínum í síðustu þremur útileikjum íslenska liðsins sem hafa skilað liðinu sjö stigum. Gylfi hefur því átt beinan þátt í 5 af 8 útivallarmörkum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×