Þorsteinn Már sakar seðlabankastjóra um lygar og offors Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2013 19:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“ Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira