Skyndibitastarfsmenn lögðu niður störf Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. ágúst 2013 14:12 Skyndibitastarfsmenn í Bandaríkjunum krefjast hærri launa. mynd/365 Skyndibitastarfsmenn í um 60 borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í hádeginu í gær. Þetta voru meðal annars starfsmenn í fyrirtækjunum McDonalds, Burger Kind, Little Caesars, Dominos, KFC og Taco Bell. Krafa starfsmannanna er að lágmarkslaun hækki úr 7,25 dollurum á tímann og í 15 dollara. Þetta kom fram í frétt USA today. Starfsmennirnir marseruðu um götur borganna í gær og kölluðu slagorðið: „make your wage super-size“ eða á íslensku: fáið margfalda launahlækkun. Það er jafnframt krafa starfsmannanna að þeir fái heimild til þess að stofna með sér verkalýðsfélög. Talsmaður starfsmanna segir að það sé algjört lágmark að starfsmenn fái að minnsta kosti 15 dollara á tímann en starfsmenn vilji líka betri skilyrði við vinnu sína og aðallega að komið sé fram við skyndibitastarfsmenn á sanngjarnan máta. Á nokkrum stöðum varð að loka veitingastöðum tímabundið á meðan á kröfugöngunni stóð. Einn starfsmaður veitingastaðarins Little Caesers, Julio Wilson sagðist vera með níu dollara í laun á tímann og það dygði honum ekki til þess að framfleyta honum og fimm ára dóttur hans. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri að taka áhættu með því að taka þátt í þessum aðgerðum en að það væri réttur hans að berjast fyrir betri kjörum. Níu dollarar eru rúmlega þúsund krónur miðað við gegni dagsins. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir kröfugöngurnar í gær. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skyndibitastarfsmenn í um 60 borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í hádeginu í gær. Þetta voru meðal annars starfsmenn í fyrirtækjunum McDonalds, Burger Kind, Little Caesars, Dominos, KFC og Taco Bell. Krafa starfsmannanna er að lágmarkslaun hækki úr 7,25 dollurum á tímann og í 15 dollara. Þetta kom fram í frétt USA today. Starfsmennirnir marseruðu um götur borganna í gær og kölluðu slagorðið: „make your wage super-size“ eða á íslensku: fáið margfalda launahlækkun. Það er jafnframt krafa starfsmannanna að þeir fái heimild til þess að stofna með sér verkalýðsfélög. Talsmaður starfsmanna segir að það sé algjört lágmark að starfsmenn fái að minnsta kosti 15 dollara á tímann en starfsmenn vilji líka betri skilyrði við vinnu sína og aðallega að komið sé fram við skyndibitastarfsmenn á sanngjarnan máta. Á nokkrum stöðum varð að loka veitingastöðum tímabundið á meðan á kröfugöngunni stóð. Einn starfsmaður veitingastaðarins Little Caesers, Julio Wilson sagðist vera með níu dollara í laun á tímann og það dygði honum ekki til þess að framfleyta honum og fimm ára dóttur hans. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri að taka áhættu með því að taka þátt í þessum aðgerðum en að það væri réttur hans að berjast fyrir betri kjörum. Níu dollarar eru rúmlega þúsund krónur miðað við gegni dagsins. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir kröfugöngurnar í gær.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira