Skyndibitastarfsmenn lögðu niður störf Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. ágúst 2013 14:12 Skyndibitastarfsmenn í Bandaríkjunum krefjast hærri launa. mynd/365 Skyndibitastarfsmenn í um 60 borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í hádeginu í gær. Þetta voru meðal annars starfsmenn í fyrirtækjunum McDonalds, Burger Kind, Little Caesars, Dominos, KFC og Taco Bell. Krafa starfsmannanna er að lágmarkslaun hækki úr 7,25 dollurum á tímann og í 15 dollara. Þetta kom fram í frétt USA today. Starfsmennirnir marseruðu um götur borganna í gær og kölluðu slagorðið: „make your wage super-size“ eða á íslensku: fáið margfalda launahlækkun. Það er jafnframt krafa starfsmannanna að þeir fái heimild til þess að stofna með sér verkalýðsfélög. Talsmaður starfsmanna segir að það sé algjört lágmark að starfsmenn fái að minnsta kosti 15 dollara á tímann en starfsmenn vilji líka betri skilyrði við vinnu sína og aðallega að komið sé fram við skyndibitastarfsmenn á sanngjarnan máta. Á nokkrum stöðum varð að loka veitingastöðum tímabundið á meðan á kröfugöngunni stóð. Einn starfsmaður veitingastaðarins Little Caesers, Julio Wilson sagðist vera með níu dollara í laun á tímann og það dygði honum ekki til þess að framfleyta honum og fimm ára dóttur hans. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri að taka áhættu með því að taka þátt í þessum aðgerðum en að það væri réttur hans að berjast fyrir betri kjörum. Níu dollarar eru rúmlega þúsund krónur miðað við gegni dagsins. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir kröfugöngurnar í gær. Mest lesið „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss og Krafts Viðskipti innlent Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Skyndibitastarfsmenn í um 60 borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í hádeginu í gær. Þetta voru meðal annars starfsmenn í fyrirtækjunum McDonalds, Burger Kind, Little Caesars, Dominos, KFC og Taco Bell. Krafa starfsmannanna er að lágmarkslaun hækki úr 7,25 dollurum á tímann og í 15 dollara. Þetta kom fram í frétt USA today. Starfsmennirnir marseruðu um götur borganna í gær og kölluðu slagorðið: „make your wage super-size“ eða á íslensku: fáið margfalda launahlækkun. Það er jafnframt krafa starfsmannanna að þeir fái heimild til þess að stofna með sér verkalýðsfélög. Talsmaður starfsmanna segir að það sé algjört lágmark að starfsmenn fái að minnsta kosti 15 dollara á tímann en starfsmenn vilji líka betri skilyrði við vinnu sína og aðallega að komið sé fram við skyndibitastarfsmenn á sanngjarnan máta. Á nokkrum stöðum varð að loka veitingastöðum tímabundið á meðan á kröfugöngunni stóð. Einn starfsmaður veitingastaðarins Little Caesers, Julio Wilson sagðist vera með níu dollara í laun á tímann og það dygði honum ekki til þess að framfleyta honum og fimm ára dóttur hans. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri að taka áhættu með því að taka þátt í þessum aðgerðum en að það væri réttur hans að berjast fyrir betri kjörum. Níu dollarar eru rúmlega þúsund krónur miðað við gegni dagsins. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir kröfugöngurnar í gær.
Mest lesið „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss og Krafts Viðskipti innlent Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira