„Blaðið er stútfullt af flottu efni á 138 blaðsíðum. Þar er meðal annars heimsókn til Rachel Zoe stílista í Hollywood. Við skoðum fallegt heimili hjá Eddu í Kultur og heimsækjum Maggý hjá Fonts. Þá sýnir Linda Pé okkur uppáhaldshlutina sína, svo fátt eitt sé nefnt," segir Þórunn.
„Ég er svo heppin að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt. Að búa til svona blað er viss áskorun. Það er mikil vinna en í leiðinni mjög gaman."
Blaðið má nálgast frítt á netinu og það er líka selt á prenti í vel völdum verslunum að sögn Þórunnar.
