Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Murray á titil að verja í New York. Nordicphotos/AFP Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna. Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna.
Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira