Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Murray á titil að verja í New York. Nordicphotos/AFP Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna. Tennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna.
Tennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira