Regnbogabörn komu út í tapi: „Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur" Boði Logason skrifar 11. ágúst 2013 12:28 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Stefán Karl Stefánsson á góðri stundu. Mynd úr safni Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira