Leyndarmálið á bak við magavöðva Margrétar Gnarr Ellý Ármanns skrifar 14. ágúst 2013 13:45 Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning með meiru undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistarmót í fitness sem fram fer í Úkraínu eftir mánuð. Hún fræðir okkur um stinna magavöðvana eða öllu heldur grjótharðansix-pakkann.Mynd/sveinbi súperÞað eru allir með six-pakk Hvert er leyndarmálið á bak við magavöðvana þína, sixpakkann eða þvottabrettið? „Það eru allir með six-pakk en margir eru með smá bumbu sem felur vöðvana en til að tækla kviðfituna skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Kviðæfingar og brennsla hjálpa líka en þú þarft ekki að gera hundrað kviðæfingar á dag. Það er nóg að taka kviðæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og skipta hverri æfingu niður í sett og endurtekningar," svarar Margrét.Planki uppáhalds kviðæfingin „Uppáhalds kviðæfingin mín er planki í róðravél. Ég geri fimmtán endurtekningar og þrjú til fjögur sett. Ég mæli með því að fólk hafi samband við þjálfara sem býður upp á einkaþjálfun eða fjarþjálfun. Hann mun gera æfingaplan og ráðleggja fólki með mataræðið," segir Margrét en æfinguna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Hér er instagram mynd af grjóthörðu þvottabretti Margrétar.Heimsmeistarmót framundan „Ég stefni á IFBB heimsmeistaramót kvenna eftir um fjórar vikur. Mótið verður haldið í Kiev í Úkraínu. Ég fer ásamt þremur öðrum gullfallegum stelpum; þær heita Karen Lind, Olga Helen og Auður Jóna, en þær hafa allar náð frábærum árangri hérlendis," segir Margrét þegar talið berst að undirbúningnum fyrir heimsmeistarmótið.Gekk ekki vel í fyrra„Ég keppti á þessu móti í fyrra og það gekk ekkert alltof vel þar sem ég var með of mikinn vöðvamassa og alls ekki nógu skorin. Ég fékk þó mjög góða reynslu á þessu móti og vissi eftir það hvernig ég ætti að mæta til leiks að ári liðnu," segir hún. „Stelpurnar frá austur Evrópu eru að pakka saman öllum stórmótunum en eru þær mikið fíngerðari en við erum vanar að sjá hér heima." „Ég tók mér nokkra mánaða pásu frá fitness keppnum til að vinna að því að ná þessu fíngerða looki Ég vildi ekki reyna að ná því á of skömmum tíma því það er alls ekki hollt fyrir líkamann. Ég tók mér góðan tíma og ég er mjög ánægð með að hafa gert það því í dag er ég með mikið fíngerðara look og er skornari en ég var á mótsdegi í fyrra. Mér líður vel líkamlega og andlega sem skiptir mig mjög miklu máli."Stórglæsileg vægast sagt.Vika hjá Margréti „Ég lyfti sex daga vikunnar og tek auka brennslur þrisvar í viku. Venjuleg lyftingaæfing byrjar á 10-15 mínútna upphitun. Ég lyfti svo í sirka klukkutíma og tek 20 mínútna brennslu í lokin. Jóhann Norðfjörð þjálfarinn minn sér um mín æfingaprógröm. Svona er skiptingin á mínu æfingaprógrami:" Mánudagur - axlir,tvíhöfði og þríhöfði. Þriðjudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Miðvikudagur - brjóst,bak og kviður. Fimmtudagur - tvíhöfði,þríhöfði,axlir og kviður. Föstudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Laugardagur - bak og brjóst. Sunnudagur - hvíld.Býður upp á fjarþjálfun „Ég sjálf býð uppá fjarþjálfun og tek að mér bæði stelpur sem vilja keppa í fitness og stelpur eða konur sem vilja komast í betra form og öðlast heilbrigðari lífsstíl," segir Margrét Edda að lokum. Hægt er að lesa allt um þjálfun Margrétar hér: https://mgnarrthjalfun.blogspot.com Heilsa Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning með meiru undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistarmót í fitness sem fram fer í Úkraínu eftir mánuð. Hún fræðir okkur um stinna magavöðvana eða öllu heldur grjótharðansix-pakkann.Mynd/sveinbi súperÞað eru allir með six-pakk Hvert er leyndarmálið á bak við magavöðvana þína, sixpakkann eða þvottabrettið? „Það eru allir með six-pakk en margir eru með smá bumbu sem felur vöðvana en til að tækla kviðfituna skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Kviðæfingar og brennsla hjálpa líka en þú þarft ekki að gera hundrað kviðæfingar á dag. Það er nóg að taka kviðæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og skipta hverri æfingu niður í sett og endurtekningar," svarar Margrét.Planki uppáhalds kviðæfingin „Uppáhalds kviðæfingin mín er planki í róðravél. Ég geri fimmtán endurtekningar og þrjú til fjögur sett. Ég mæli með því að fólk hafi samband við þjálfara sem býður upp á einkaþjálfun eða fjarþjálfun. Hann mun gera æfingaplan og ráðleggja fólki með mataræðið," segir Margrét en æfinguna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Hér er instagram mynd af grjóthörðu þvottabretti Margrétar.Heimsmeistarmót framundan „Ég stefni á IFBB heimsmeistaramót kvenna eftir um fjórar vikur. Mótið verður haldið í Kiev í Úkraínu. Ég fer ásamt þremur öðrum gullfallegum stelpum; þær heita Karen Lind, Olga Helen og Auður Jóna, en þær hafa allar náð frábærum árangri hérlendis," segir Margrét þegar talið berst að undirbúningnum fyrir heimsmeistarmótið.Gekk ekki vel í fyrra„Ég keppti á þessu móti í fyrra og það gekk ekkert alltof vel þar sem ég var með of mikinn vöðvamassa og alls ekki nógu skorin. Ég fékk þó mjög góða reynslu á þessu móti og vissi eftir það hvernig ég ætti að mæta til leiks að ári liðnu," segir hún. „Stelpurnar frá austur Evrópu eru að pakka saman öllum stórmótunum en eru þær mikið fíngerðari en við erum vanar að sjá hér heima." „Ég tók mér nokkra mánaða pásu frá fitness keppnum til að vinna að því að ná þessu fíngerða looki Ég vildi ekki reyna að ná því á of skömmum tíma því það er alls ekki hollt fyrir líkamann. Ég tók mér góðan tíma og ég er mjög ánægð með að hafa gert það því í dag er ég með mikið fíngerðara look og er skornari en ég var á mótsdegi í fyrra. Mér líður vel líkamlega og andlega sem skiptir mig mjög miklu máli."Stórglæsileg vægast sagt.Vika hjá Margréti „Ég lyfti sex daga vikunnar og tek auka brennslur þrisvar í viku. Venjuleg lyftingaæfing byrjar á 10-15 mínútna upphitun. Ég lyfti svo í sirka klukkutíma og tek 20 mínútna brennslu í lokin. Jóhann Norðfjörð þjálfarinn minn sér um mín æfingaprógröm. Svona er skiptingin á mínu æfingaprógrami:" Mánudagur - axlir,tvíhöfði og þríhöfði. Þriðjudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Miðvikudagur - brjóst,bak og kviður. Fimmtudagur - tvíhöfði,þríhöfði,axlir og kviður. Föstudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Laugardagur - bak og brjóst. Sunnudagur - hvíld.Býður upp á fjarþjálfun „Ég sjálf býð uppá fjarþjálfun og tek að mér bæði stelpur sem vilja keppa í fitness og stelpur eða konur sem vilja komast í betra form og öðlast heilbrigðari lífsstíl," segir Margrét Edda að lokum. Hægt er að lesa allt um þjálfun Margrétar hér: https://mgnarrthjalfun.blogspot.com
Heilsa Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira