26,5 kg léttari Ellý Ármanns skrifar 30. apríl 2013 17:15 Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum. Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum.
Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira