Bandaríska stúlkan Brianna Rollins er heimsmeistari í 110 metra grindarhlaupi eftir öruggan sigur í úrslitahlaupinu á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu í dag. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitilinn hjá Rollins sem fagnar 22 ára afmælisdegi sínum á morgun.
Brianna Rollins er fædd 18. ágúst 1991 en hún setti nýtt bandarískt met fyrr á þessu ári og bætti þá met hinnar naglalöngu Gail Devers sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari í þessari grein frá 1993 til 1999.
Rollins hafði betur í baráttu við hina áströlsku Sally Pearson sem vann þessa grein bæði á HM í Daegu 2011 og á ÓL í London 2012. Þetta var fyrsta gull Bandaríkjamanna í þessari grein á HM síðan á HM í Osaka 2007.
Brianna Rollins kom í mark á 12,44 sekúndum en Sally Pearson varð önnur á 12,50 sekúndum sem var besti tími Ástralans á árinu. Bretinn Tiffany Porter náði síðan bronsinu þegar hún kom í mark á nýju persónulegu meti - 12,55 sekúndum.
Heimsmeistaratitill í afmælisgjöf
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
